Ör fjölgun uppboðsbeiðna

mbl.is/Þorkell

1.580 nauðung­ar­sölu­mál eru nú til meðferðar hjá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík. Er þar um að ræða bæði at­vinnu­hús­næði, íbúðar­hús­næði og lóðir.

Á bak við hvert mál fyr­ir sig geta verið ein eða fleiri nauðung­ar­sölu­beiðnir en á fyrstu tveim­ur mánuðum þessa árs voru lagðar fram 534 slík­ar beiðnir. Til sam­an­b­urðar voru 2.450 beiðnir skráðar allt árið 2012, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag. Nauðung­ar­sölu­ferlið get­ur tekið um eitt og hálft ár í heild­ina.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík bíða 611 mál fyrstu fyr­ir­töku. Nokk­ur tími líður á milli þess að nauðung­ar­sölu­beiðni berst og þangað til fyrsta fyr­ir­taka henn­ar er, en nýj­ar nauðung­ar­sölu­beiðnir sem ber­ast í dag fara ekki í fyrstu fyr­ir­töku fyrr en í haust að und­an­geng­inni til­kynn­ingu til gerðarþola og aug­lýs­ingu í Lög­birt­inga­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert