Ör fjölgun uppboðsbeiðna

mbl.is/Þorkell

1.580 nauðungarsölumál eru nú til meðferðar hjá sýslumanninum í Reykjavík. Er þar um að ræða bæði atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði og lóðir.

Á bak við hvert mál fyrir sig geta verið ein eða fleiri nauðungarsölubeiðnir en á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs voru lagðar fram 534 slíkar beiðnir. Til samanburðar voru 2.450 beiðnir skráðar allt árið 2012, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Nauðungarsöluferlið getur tekið um eitt og hálft ár í heildina.

Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum í Reykjavík bíða 611 mál fyrstu fyrirtöku. Nokkur tími líður á milli þess að nauðungarsölubeiðni berst og þangað til fyrsta fyrirtaka hennar er, en nýjar nauðungarsölubeiðnir sem berast í dag fara ekki í fyrstu fyrirtöku fyrr en í haust að undangenginni tilkynningu til gerðarþola og auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert