Skjálftavirkni jókst á nýjan leik

Skjálftavirkni við Fuglasker hefur verið mikil.
Skjálftavirkni við Fuglasker hefur verið mikil.

Jarðskjálftavirkni við Fuglasker jókst aftur upp úr hádegi í dag að sögn Veðurstofu Íslands. Tveir stærstu skjálftarnir voru um 4 að stærð kl. 14:34 og kl. 14:41.

Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir, að um kl. 19:20 í gærkvöldi hafi orðið skjálfti að stærðinni 4,5. Upptök hans voru við Fuglaskerin á Reykjaneshrygg, um 30 km su6ðvestur af Reykjanestá. Þetta er stærsti skjálftinn hingað til sem mælst hefur í skjálftahrinunni við Fuglaskerin sem hófst upp úr kl. 02 aðfaranótt 9. maí.

„Í nótt 10. maí kl. 01:06 varð skjálfti rúm 4 að stærð og annar tæplega 4, kl. 01:34. Í gærmorgun og síðdegis mældust skjálftar yfir 4 að stærð kl. 10:49, kl. 17:10 og kl. 18:05. Allir skjálftar um og yfir 4 að stærð hafa fundist á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi og þeir stærtu einnig í Borgarfirði og á Suðurlandi,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert