Voru útilokaðir frá frekari viðræðum

Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum. mbl.si/Ómar Óskarsson

Færeyska sjávarútvegsráðuneytið hefur gagnrýnt sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins, Mariu Damanaki, harðlega fyrir að veita Evrópuþinginu rangar og ófullnægjandi upplýsingar um deilu Færeyinga og sambandsins um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Formlegt bréf þess efnis hefur verið sent til Damanaki.

Fram kemur á vefsíðu ráðuneytisins að Damanaki hafi haldið því fram að Færeyingar hafi yfirgefið samningafund þar sem til stóð að semja um veiðarnar „eða yfirgefið samningaborðið“ eins og hún hafi orðað það. Ráðuneytið segir að fulltrúar Færeyinga hafi alls ekki yfirgefið samningaborðið heldur hafi fulltrúar Evrópusambandsins og annarra aðila viðræðnanna í raun útilokað Færeyinga frá þeim með því að yfirgefa fundinn og halda viðræðunum áfram annars staðar án þeirra.

Fram kemur á vefsíðunni að slíkt framferði gangi gegn alþjóðalögum og er Evrópusambandið að lokum hvatt til þess að viðurkenna mikilvægi sanngjarnan stýringar á veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert