Bjarni og Sigmundur báðu um Wild Boys

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Kristinn Ingvarsson

Útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, Siggi Hlö, á stóran þátt í því að stjórnarmyndunarviðræður fara að miklu leyti fram í sumarhúsum. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Veistu hver ég var? á Bylgjunni síðdegis í dag.

Sigurður hringdi í þá Bjarna og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokks, í þætti sínum og spurði þá spjörunum úr. Meðal annars hvort hlustað væri á safnplötu Sigurðar, Pottapartý. „Auðvitað erum við að hlusta á diskinn þinn,“ sagði Bjarni og tók vel í það þegar Sigurður bað þá félaga um að öskra í símann. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, tók það að sér og gaf frá sér nokkurs konar gleðiöskur til marks um stemninguna í viðræðunum.

Þá spurði Sigurður hvort þeir hefðu farið í heita laug við sumarhúsin og neitaði Bjarni fyrir það. Hann sagði þó að grillað hefði verið. „Ekki í dag reyndar en allt þetta klassíska hefur verið gert. Farið út í göngutúr, í fjallgöngu, og svo er búið að setja í pönnukökur og vöfflur lagaðar um daginn og þeyttur rjómi. Og „fírað“ upp í grillinu, hamborgarar og lambakjöt,“ sagði Bjarni.

Að endingu fékk Bjarni að velja óskalag og sagði hann þá félaga hafa íhugað valið vel. Þeir hafi verið að hugsa um að velja eitthvað með áströlsku hljómsveitinni Men at Work en endað á því að velja Wild Boys með Duran Duran.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert