Fékk ekki undanþágu

LBI þarf undanþágu frá gjaldeyrislögum til að greiða út til …
LBI þarf undanþágu frá gjaldeyrislögum til að greiða út til forgangskröfuhafa með gjaldeyri sem féll til eftir 12. mars 2012. mbl.is/Kristinn

Slita­stjórn gamla Lands­bank­ans (LBI) hef­ur farið þess á leit við Seðlabanka Íslands að bank­inn veiti LBI und­anþágu frá lög­um um gjald­eyr­is­mál svo hægt yrði að greiða út til for­gangs­kröfu­hafa yfir 200 millj­arða í er­lend­um gjald­eyri sem féll til eft­ir 12. mars 2012.

Sam­kvæmt áreiðan­leg­um heim­ild­um Morg­un­blaðsins hef­ur Seðlabank­inn hins veg­ar ekki viljað ljá máls á því að slík und­anþága verði veitt á þess­ari stundu.

Í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag herma heim­ild­ir blaðsins, að óvíst sé hvort Seðlabank­inn muni veita heim­ild fyr­ir slík­um út­greiðslum meðan ekki hef­ur tek­ist að semja um end­ur­fjármögn­un eða leng­ingu á 310 millj­arða er­lend­um skulda­bréf­um milli gamla og nýja Lands­bank­ans.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert