Fékk ekki undanþágu

LBI þarf undanþágu frá gjaldeyrislögum til að greiða út til …
LBI þarf undanþágu frá gjaldeyrislögum til að greiða út til forgangskröfuhafa með gjaldeyri sem féll til eftir 12. mars 2012. mbl.is/Kristinn

Slitastjórn gamla Landsbankans (LBI) hefur farið þess á leit við Seðlabanka Íslands að bankinn veiti LBI undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál svo hægt yrði að greiða út til forgangskröfuhafa yfir 200 milljarða í erlendum gjaldeyri sem féll til eftir 12. mars 2012.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins hefur Seðlabankinn hins vegar ekki viljað ljá máls á því að slík undanþága verði veitt á þessari stundu.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag herma heimildir blaðsins, að óvíst sé hvort Seðlabankinn muni veita heimild fyrir slíkum útgreiðslum meðan ekki hefur tekist að semja um endurfjármögnun eða lengingu á 310 milljarða erlendum skuldabréfum milli gamla og nýja Landsbankans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert