Fjölmenni fagnar fjölbreytileika

00:00
00:00

Líf og fjör ræður nú ríkj­um í höfuðborg­inni en kl. 13 í dag var Fjöl­menn­ing­ar­dag­ur Reykja­vík­ur­borg­ar sett­ur í fimmta sinn. Mark­mið hátíðar­inn­ar er að fagna fjöl­breyttri menn­ingu borg­ar­sam­fé­lags­ins. En talið er að full­trú­ar af 90 þjóðern­um taki þátt í hátíðinni.

Setn­ing­ar­at­höfn­in hófst við Hall­gríms­kirkju en það var Jón Gn­arr, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, sem setti hátíðina. Að lok­inni at­höfn lagði Fjöl­menn­ing­ar­skrúðganga af stað áleiðis að Ráðhúsi Reykja­vík­ur.

Nú sem fyrr tók fjöl­menni þátt í göng­unni og þar ræður litagleðin ríkj­um og þátt­tak­end­ur klæðast fal­leg­um þjóðbún­ing­um hinna ýmsu landa.

Í Tjarn­ar­sal ráðhúss­ins er boðið upp á fjölþjóðleg­an markað þar sem gest­ir og gang­andi geta kynnt sér menn­ingu ým­issa þjóðlanda og á boðstól­um verða þjóðleg­ir rétt­ir, list­mun­ir og ann­ar varn­ing­ur.

Í Tjarn­ar­bíói verður boðið upp á fjöl­breytt skemmti­atriði, Lalli töframaður, Festejo dans frá Perú, lit­háísk­an kór­söng, Ca­poeira afró bras­il­ísk bar­dagalist og Mamandi trommu­hóp­ur frá Gín­eu.  Að lok­inni skemmti­dag­skrá verður ljóðaupp­lest­ur á ýms­um tungu­mál­um og að því loknu stutt­mynda­sýn­ing nem­enda í Kvik­mynda­skóla Íslands.

Um klukk­an 20 í kvöld verða svo tón­leik­ar í Hafn­ar­hús­inu þar sem fram kem­ur hljóm­sveit­in The Bangoura Band ásamt lista­mönn­um frá Gh­ana.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka