Lénið ekki tengt flugvellinum

Leifsstöð.
Leifsstöð. mbl.is/ÞÖK

„Við breyttum þessu um leið og við sáum að lénið [leifsstod.is] var tengt inn á síðuna okkar,“ segir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia ohf.

Isavia er eigandi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli en fyrirtækið hefur vinsamlegast farið fram á að fréttamenn láti af notkun nafnsins Leifsstöð í fréttaflutningi og noti í staðinn hið rétta nafn Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Ef farið er á vefinn og leifsstod.is slegið inn, tengist notandinn ekki lengur inn á vefinn kefairport.is, sem er vefur flugstöðvarinnar. Þessu var breytt áttunda maí sl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert