Aðeins 7,5 lítrar af bensíni voru eftir á tanki flugvélar, sem flogið var frá Grænlandi, þegar hún lenti á Keflavíkurflugvelli, 27. september 2010.
Í miðju flugi varð ljóst að vindar voru mun meiri en reiknað hafði verið með í upphafi. Flugmennirnir óskuðu eftir að fá forgang til lendingar. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur lokið rannsókn og skilað skýrslu.