Fréttavefur Sunnlendinga, Sunnlenska bendir á það á vef sínum að á nýuppsettum skiltum sem vísa á Skógafoss í Skógá við Skóga í Rangárþingi eystra sé nafn fossins ranglega ritað. Á skiltunum er vísað á fossinn Skógarfoss sem ku ekki til.