Viðræður fram á kvöld og á morgun

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Kristinn Ingvarsson

Stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks hafa haldið áfram í dag á ótil­greind­um stað á Suður­landi. Munu for­menn flokk­anna funda fram á kvöld og aft­ur í fyrra­málið. 

Staðfest­ar heim­ild­ir mbl.is herma að boðað hafi verið til þing­flokks­fund­ar hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um á morg­un klukk­an hálf fjög­ur. Inn­an­búðar­menn segja þó að ekki eigi að lesa of mikið í það, til­gang­ur fund­ar­ins sé ein­ung­is sá að kynna stöðuna á viðræðunum fyr­ir þing­flokkn­um.

Jó­hann­es Þór Skúla­son, aðstoðarmaður Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks, seg­ir að ekki hafi verið boðað til þing­flokks­fund­ar hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um en gera megi ráð fyr­ir að slík­ur fund­ur verði í vik­unni. Eng­ar frek­ari tíma­setn­ing­ar hafa þó verið ákveðnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert