Formenn funda áfram í dag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn

Stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður formanna Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa haldið áfram í dag en þær hóf­ust fyr­ir rúmri viku og stóðu meðal ann­ars yfir alla helg­ina. Þing­flokk­ur sjálf­stæðismanna hef­ur verið kallaður sam­an til fund­ar í dag klukk­an 15:30 og þing­flokk­ur fram­sókn­ar­manna á morg­un.

Viðræðurn­ar ganga vel sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Þær snú­ast enn um mál­efn­in en ekki er farið að ræða um skipt­ingu ráðuneyta eða mögu­leg­ar breyt­ing­ar á þeim. Fund­ir þing­flokk­anna þykja þó benda til þess að það sjái fyr­ir end­ann á viðræðunum og bráðlega megi bú­ast við tíðind­um í þeim efn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert