Formenn funda áfram í dag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn

Stjórnarmyndunarviðræður formanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa haldið áfram í dag en þær hófust fyrir rúmri viku og stóðu meðal annars yfir alla helgina. Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur verið kallaður saman til fundar í dag klukkan 15:30 og þingflokkur framsóknarmanna á morgun.

Viðræðurnar ganga vel samkvæmt heimildum mbl.is. Þær snúast enn um málefnin en ekki er farið að ræða um skiptingu ráðuneyta eða mögulegar breytingar á þeim. Fundir þingflokkanna þykja þó benda til þess að það sjái fyrir endann á viðræðunum og bráðlega megi búast við tíðindum í þeim efnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka