Stympingar og innbrot í Eyjum

Lögreglan
Lögreglan mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Brot­ist var inn í hús við Vest­manna­eyja­braut í Heima­ey um helg­ina og þar unn­ar skemmd­ir auk þess sem mynda­vél var stolið. Fljót­lega eft­ir að lög­reglu var til­kynnt um glæp­inn bár­ust bönd­in að manni sem tengd­ist hús­ráðanda.

Að sögn lög­reglu munu hús­ráðandi og inn­brotsþjóf­ur­inn hafa náð sátt­um og verða því eng­ir eft­ir­mál­ar vegna máls­ins.

Lög­regl­an í Vest­manna­eyj­um hafði í ýmsu að snú­ast í vik­unni sem leið, ekki síst vegna ölv­un­ar og stymp­inga í skemmtana­líf­inu um helg­ina. Eng­ar kær­ur hafa þó verið lagðar fram enn sem komið er og virðast eng­in meiðsl hafa orðið í þess­um stymp­ing­um.

Þrjár kær­ur liggja hins veg­ar fyr­ir hjá lög­regl­unni í Vest­manna­eyj­um vegna brota á um­ferðarlög­um og er í öll­um til­vik­um um að ræða sekt­ir vegna stöðubrots.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert