Gengur mjög á sparifé

Óverðtryggð inn­lán heim­ila hafa lækkað úr tæp­um 684,8 millj­örðum króna í júlí 2009 á nú­v­irði í 379,4 millj­arða í mars á þessu ári, eða um 305 millj­arða króna.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins má ætla að þar af hafi 109,4 millj­arðar brunnið á verðbólgu­báli en af­gang­ur­inn, um 196 millj­arðar, farið í út­ekt­ir og aðrar fjár­fest­ing­ar. Nafn­vext­ir á inn­lán­um voru 1,1% í mars sl. en verðbólg­an 3,9% og rýrnuðu því óverðtryggðar inni­stæður.

Verðtryggð inn­lán stóðu í 219,3 millj­örðum í júlí 2009 en voru 228,7 millj­arðar í mars í ár. Það er aukn­ing um 9,4 millj­arða. Hins veg­ar væri upp­hæðin í júlí 2009 um 261 millj­arður á nú­v­irði ef ekki hefði komið til út­tekta af verðtryggðum bók­um. Í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að vís­bend­ing­ar eru um að al­menn­ing­ur hafi kosið að færa spari­fé í aðrar fjár­fest­ing­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert