Gengur mjög á sparifé

Óverðtryggð innlán heimila hafa lækkað úr tæpum 684,8 milljörðum króna í júlí 2009 á núvirði í 379,4 milljarða í mars á þessu ári, eða um 305 milljarða króna.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins má ætla að þar af hafi 109,4 milljarðar brunnið á verðbólgubáli en afgangurinn, um 196 milljarðar, farið í útektir og aðrar fjárfestingar. Nafnvextir á innlánum voru 1,1% í mars sl. en verðbólgan 3,9% og rýrnuðu því óverðtryggðar innistæður.

Verðtryggð innlán stóðu í 219,3 milljörðum í júlí 2009 en voru 228,7 milljarðar í mars í ár. Það er aukning um 9,4 milljarða. Hins vegar væri upphæðin í júlí 2009 um 261 milljarður á núvirði ef ekki hefði komið til úttekta af verðtryggðum bókum. Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að vísbendingar eru um að almenningur hafi kosið að færa sparifé í aðrar fjárfestingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert