Minni snjór situr eftir á Langjökli og Hofsjökli eftir veturinn en í meðalári. Hið sama á við um vestanverðan Vatnajökul en á austanverðum jöklinum, þaðan sem jökulbráð rennur í Hálslón, snjóaði á hinn bóginn meira.
Eftir því sem meira snjóar á jökla, þeim mun minni bráðnun á sér stað að sumarlagi. Ástæðan er sú að hvítt nýsnævið endurvarpar stærri hluta af geislum sólar en jökulís sem dregur í sig orku sólarinnar í meiri mæli.
Þetta hefur komið fram í mælingarferðum á jöklana sem er nýlokið og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.