Of mikil lundaveiði í Eyjum

Lundaveiði er helmingi of mikil að sögn Erps.
Lundaveiði er helmingi of mikil að sögn Erps. mbl.is/Rax

Doktor í líf­fræði tel­ur að und­an­farna ára­tugi hafi lunda­veiði í Vest­manna­eyj­um verið að jafnaði helm­ingi meiri en sjálf­bær viðmið segja til um.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum í rann­sókn Dr. Erps Snæs Han­sens, líf­fræðings hjá Nátt­úru­stofu Suður­lands, á lunda­stofn­in­um í Vest­manna­eyj­um. „Veiðar hafa verið of mikl­ar síðustu hálfa öld,“ seg­ir Erp­ur.

Sjálf­bært veiðimagn 36.300 fugl­ar

Heild­ar lunda­stofn­inn á Íslandi er um 2,5-3 millj­ón­ir fugla. Mest er veitt af lunda í Vest­manna­eyj­um og var lunda­stofn­inn þar met­inn um 830 þúsund pör árið 2010. Þar hafa að meðaltali verið veidd­ir 77.600 fugl­ar ári á ár­un­um 1968-2007. Sam­kvæmt út­reikn­ing­um er sjálf­bært veiðimagn á sama tíma 36.300 fugl­ar.

Ekki til­kynnt um alla veidda fugla

Erp­ur seg­ir að ein­hverra hluta vegna sé ekki til­kynnt um alla þá fugla sem veidd­ir eru. Þannig fari veiðidag­bæk­ur ekki sam­an við þær töl­ur sem gefn­ar eru upp til Um­hverf­is­stofn­un­ar.

„Það er los­ara­brag­ur á því hvernig menn til­kynna um veiði sína. Gögn sýna að ein­ung­is helm­ing­ur af því sem er veitt er gefið upp. M.ö.o. það vant­ar helm­ing­inn af veiðinni miðað við veiðidag­bæk­ur veiðifé­laga í Vest­manna­eyj­um,“ seg­ir Erp­ur.

Niður­stöður kynnt­ar í haust

Hann seg­ir að mjög góðar töl­ur ber­ist frá skot­veiðimönn­um til Um­hverf­is­stofn­un­ar. En lunda­veiðar séu ann­ars eðlis og hann kann ekki sér­stak­ar skýr­ing­ar á því hvers vegna rang­ar veiðitöl­ur ber­ist til Um­hverf­is­stofn­un­ar. „Ég held að þetta sé vanda­mál á landsvísu. Það eru á milli 100-200 menn sem veiða flesta þessa fugla,“ seg­ir Erp­ur.

Fyr­ir­huguð er út­gáfa í haust þar sem rann­sókn­arniður­stöður Erps eru kynnt­ar. Ná þær til lunda en einnig til annarra teg­unda svart­fugla.

Erpur Snær er hér til hægri ásamt Ingvari Atla Sigursðssyni …
Erp­ur Snær er hér til hægri ásamt Ingvari Atla Sig­ursðssyni for­söðumanns Nátt­úru­stofu Suður­land. mbl.is/​Sig­ur­geir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert