Ólafur Ragnar Grímsson sjötugur

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú mbl.is/Ómar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar 70 ára afmæli sínu í dag.

Hann fæddist á Ísafirði 14. maí árið 1943, lauk stúdentsprófi frá MR 1962, BA-prófi í hagfræði og stjórnmálafræði frá University of Manchester 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði þaðan árið 1970, að því er segir í ættfræðidálkinum Íslendingar í Morgunblaðinu í dag.

Ólafur Ragnar hefur gegnt embætti forseta frá 1996, eða lengur en nokkur annar forseti lýðveldsins. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta er Ólafur Ragnar staddur á landinu. Ekkert sérstakt stendur til vegna afmælisins annað en að fagna því í faðmi fjölskyldunnar í kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert