Auknar álögur á fjölskyldur

Gjöld og skattar hækkað um 7% umfram vísitölu, segir Kjartan.
Gjöld og skattar hækkað um 7% umfram vísitölu, segir Kjartan. mbl.is/Hjörtur

„Miðað við skatta og gjaldskrárhækkanir meirihluta borgarinnar höfum við reiknað út að fimm manna fjölskylda mun hafa greitt 800 þúsund krónum meira til borgarkerfisins í lok árs en hún gerði árið 2010. Þetta sýnir glöggt hvernig stöðugt hefur verið tekið fé af fjölskyldum borgarinnar.“

Þetta sagði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi í gær þegar ársreikningur Reykjavíkurborgar var samþykktur. Fjölskyldan, sem miðað er við, er með meðallaun, á litla íbúð og greiðir skatta og gjöld í Reykjavíkurborg.

„Við teljum að hjá þessu hefði mátt komast ef hagkvæmni stærðar Reykjavíkurborgar hefði verið höfð að leiðarljósi. Þannig hefði verið hægt að reka borgina án þess að hafa útsvarið í botni líkt og raunin var,“ segir Kjartan. Hann bendir á að hækkun á vísitölu neysluverðs, á árunum 2010 til 2013, hafi verið um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nemi um 20% á sama tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert