ÍE vill ná til allra arfbera

Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar í Reykjavík.

„Sem gam­aldags lækni finnst mér að okk­ur beri ský­laus skylda til þess að hafa sam­band við þetta fólk,“ seg­ir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar (ÍE), en fyr­ir­tæki hans býr yfir dul­kóðuðum gögn­um um 2.400 Íslend­inga með stökk­breytt brjóstakrabba­meins­gen, BRCA2.

Þar af eru um 1.200 kon­ur sem eru með yfir 80% lík­ur á að fá brjóstakrabba­mein. Er þetta gen nokkuð ríkj­andi hér á landi en einnig er til genið BRCA1. Til að leit sem þessi geti farið fram hér á landi þarf leyfi Per­sónu­vernd­ar og Kári seg­ir vilja sam­fé­lags­ins einnig þurfa til.

Í nán­ari um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur m.a. fram, að Kári hef­ur gengið á fund þriggja heil­brigðisráðherra og sagt þeim frá þess­ari upp­götv­un og hvernig mætti nýta hana fólki til lífs. Var mál­inu vísað til nefnd­ar land­lækn­is, sem komst að þeirri niður­stöðu að rétt­ur þeirra sem væru með stökk­breyt­ing­una til að vita ekki af því vægi þyngra en mik­il­vægi þess að bjarga lífi þeirra. Kári deil­ir hart á þessa niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka