Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, mun óska eftir fundi með nýjum sjávarútvegsráðherra Íslands um leið og ný ríkisstjórn hefur tekið við hér á landi.
Þetta kom fram í máli Damanaki á fundi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel síðastliðinn mánudag en þar fóru fram harðar umræður um aðgerðir vegna makrílveiða Íslendinga.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur m.a. fram, að á fundinum gerðu fulltrúar nokkurra þjóða, þar á meðal Breta, Spánverja, Frakka, Hollendinga og Portúgala, ákveðna kröfu um að gripið yrði til aðgerða gegn Íslandi, og væntanlega Færeyjum, þegar í stað vegna makrílveiða þjóðanna tveggja.