4.600 heimili í vanskilum

Heim­ili í van­skil­um hjá Íbúðalána­sjóði eru tæp­lega 4.600 og þar af eru 644 heim­ili með fryst­ingu á lán­um sín­um. Alls voru því 9,1% þeirra heim­ila sem eru með fast­eignalán sín hjá Íbúðalána­sjóði með lán­in í van­skil­um í lok apríl 2013.

Alls voru 4,6 millj­arðar króna í van­skil­um í lána­safni ein­stak­linga hjá Íbúðalána­sjóði í lok apríl. Und­ir­liggj­andi lána­v­irði 86,7 millj­arðar króna eða um 13,04% út­lána sjóðsins til ein­stak­linga. Þetta sam­svar­ar 0,14% lækk­un frá fyrra mánuði og var und­ir­liggj­andi hlut­fall lána­fjár­hæðar í van­skil­um í lok apríl 0,18% lægra en sama hlut­fall í apríl 2012.

Lögaðilar með 2,9 millj­arða í van­skil­um

Sam­kvæmt mánaðar­skýrslu Íbúðalána­sjóðs nam fjár­hæð van­skila út­lána til lögaðila alls um 2,9 millj­örðum króna og nam und­ir­liggj­andi lána­v­irði 33,5 millj­örðum króna.

Tengj­ast því van­skil um 22,4% lána­fjár­hæðar sjóðsins til lögaðila, sem sam­svar­ar 0,4% lækk­un frá fyrri mánuði en er 0,9% hærra hlut­fall en í lok apríl 2012. Van­skil eða fryst­ing­ar ná sam­tals til 14,76% lána­safns­ins, en sam­bæri­legt hlut­fall í apríl 2012 nam 14,74%.

Heild­ar­út­lán Íbúðalána­sjóðs í apríl 2013 námu 703 millj­ón­um króna en þar af voru um 699 millj­ón­ir króna vegna al­mennra lána. Til sam­an­b­urðar námu al­menn út­lán í apríl 2012 um 700 millj­ón­um króna. Meðal­fjár­hæð al­mennra lána var 9,2 millj­ón­ir króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert