„Ekki lengur eins og dordinglar niður úr Bandaríkjunum“

Össur Skarphéðinsson, fráfarandi utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, fráfarandi utanríkisráðherra. mbl.is/RAX

„Í minni tíð tók Ísland hins veg­ar upp sjálf­stæða ut­an­rík­is­stefnu. Hún fól í sér að það er ekki leng­ur sjálfsagt að við héng­um í hverju máli ein­sog dord­ingl­ar niður úr Banda­ríkj­un­um,“ seg­ir Össur Skarp­héðins­son, frá­far­andi ut­an­rík­is­ráðherra, um stefnu sína.

Til­efnið er gagn­rýni Styrmis Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi rit­stjóra Morg­un­blaðsins, á ut­an­rík­is­stefnu Öss­ur­ar.

Held­ur Styrm­ir því fram á vef sín­um og Björns Bjarna­son­ar, Evr­ópu­vakt­inni, að sam­skipti Íslands og Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um hafi verið van­rækt síðan Ingi­björg Sól­rún varð ut­an­rík­is­ráðherra 2007 og all­ar göt­ur síðan Össur tók við kefl­inu 2009.

Þannig skrifaði Styrm­ir til dæm­is í leiðara á vef Evr­ópu­vakt­ar­inn­ar 10. maí síðastliðinn í til­efni þess að Banda­ríkja­stjórn bauð Íslandi ekki til þátt­töku í fundi fimm ríkja í Washingt­on hinn 29. apríl:

„Er sam­bands­leysi okk­ar við ráðamenn í Washingt­on svo al­gert, að þeir ein­fald­leg hlusti ekki á and­mæli ís­lenzkra stjórn­valda við því að Íslandi var ekki boðin aðild að þess­um fundi? Eða get­ur verið að frá­far­andi rík­is­stjórn hafi mark­visst af göml­um póli­tísk­um ástæðum haldið sam­skipt­um við Banda­rík­in í al­geru lág­marki?

Á nokkr­um und­an­förn­um árum hef­ur mörg­um ofboðið sá póli­tíski barna­skap­ur, sem ríkt hef­ur í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu frá því að Sam­fylk­ing­in tók við því ráðuneyti vorið 2007.

Þá skrifaði Styrm­ir á vef Evr­ópu­vakt­ar­inn­ar 9. maí sl.:

„Útil­ok­un okk­ar frá fundi í Washingt­on sem fjall­ar um mál­efni, sem snert­ir lífs­hags­muni okk­ar er viðvör­un um það, að gera þarf stór­átak í að byggja upp á ný raun­veru­leg póli­tísk tengsl við Washingt­on. Það þarf að verða eitt af meg­in­verk­efn­um nýrr­ar rík­is­stjórn­ar og nýs ut­an­rík­is­ráðherra. Senni­lega hef­ur frá­far­andi rík­is­stjórn, sem að mestu er skipuð göml­um her­stöðvar­and­stæðing­um ekki haft nokk­urn áhuga á því.“

Fyllt upp í eyður

Össur vís­ar þessu aðspurður á bug.

„Ég tel að það sé póli­tískt fimb­ulfamb og bendi til að Styrm­ir hafi ekki fylgst nógu grannt með sam­skipt­um ríkj­anna. Þau hafa þvert á móti þró­ast með mjög já­kvæðum hætti. Þar nefni ég sér­stak­lega að í sam­ræmi við samn­ing­inn við Banda­rík­in 2006 [við brott­hvarf varn­ar­liðsins] kom skýrt fram að upp yrði tekið náið sam­ráð á háu stigi milli Banda­ríkja­manna og Íslend­inga.

Það hef ég rækt mjög vel og haft marg­vís­legt frum­kvæði inn­an ramm­ans sem þá var lagður. Lík­ast til kæmi Styrmi á óvart ef hann þekkti það. Við höf­um satt að segja ræktað það sam­band mjög vel. Ég hef gætt þess að vinna sér­lega þétt eft­ir þeim samn­ingi, og með ýms­um hætti hef­ur verið fyllt upp í glopp­ur sem þá voru skild­ar eft­ir.“

Hillary Cl­int­on þakkaði stuðning­inn

Össur seg­ist hafa sett norður­slóðamál í for­gang í ut­an­rík­is­stefnu sinni.

„Í ann­an stað var sér­stak­lega talað um í viðræðunum 2006 að reynt yrði að þétta sam­skipti Íslands og Banda­ríkj­anna með því að láta þau eft­ir brott­hvarf varn­ar­liðsins snú­ast líka um nýja burðarása. Herra trúr! Það hef­ur held­ur bet­ur verið gert. Nýr og mjög vax­andi þátt­ur hef­ur verið tek­inn inn í sam­starfið sem eru mál­efni norður­slóða.

Við höf­um átt mjög náið sam­band við Banda­rík­in og sam­ráð á sviði norður­slóða, svo mjög að á sín­um tíma þakkaði Hillary Cl­int­on [fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna] það sér­stak­lega í bréfi til mín þegar hún kvaddi sitt embætti. Ég gerði norður­slóðir að sér­stök­um for­gangsþætti í ut­an­rík­is­stefn­unni, og óhætt er að segja að sá mála­flokk­ur sló al­gjör­lega nýrri stoð und­ir sam­starfið mill­um okk­ar og þeirra.  

Örygg­is­mál­in voru tek­in sér­stak­lega traust­um tök­um í minni tíð, líka hin hefðbundnu og sýni­legu tákn um varn­arþátt vest­rænn­ar sam­vinnu, ein­sog loft­rýmis­eft­ir­litið, en ég hafði fyr­ir Íslands hönd frum­kvæði að því að ný ríki í hópi bestu grann- og frændþjóða okk­ar, utan Atlants­hafs­banda­lags­ins, taka nú þátt í því. Þar á ég við Finna og Svía. Ég tel að afstaða bæði mín og for­vera míns sem byggði á nýrri og víðfeðmari skil­grein­ingu á ör­ygg­is­hug­tak­inu hafi verið snöggt­um skyn­sam­ari en sú sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fylgdi í samn­ing­un­um 2004-6, en sú ranga nálg­un sem þá var fylgt leiddi til niður­stöðu sem var þess eðlis að þar þurfti ekki um sár að binda.“

Styrm­ir hauk­ur í horni í Palestínu­mál­inu

Össur held­ur áfram.

„Í minni tíð tók Ísland hins veg­ar upp sjálf­stæða ut­an­rík­is­stefnu. Hún fól í sér að það er ekki leng­ur sjálfsagt að við héng­um í hverju máli ein­sog dord­ingl­ar niður úr Banda­ríkj­un­um. Af þeim sök­um er hugs­an­lega eitt mál sér­stak­lega þar sem okk­ur og Banda­rík­in greindi á. Það varðaði Palestínu. Það hef­ur áður komið op­in­ber­lega fram að þar hafði okk­ar góða sam­starfs­ríki í vestri aðrar skoðanir en við, og kom þeim tryggi­lega á fram­færi. Það get­ur þó tæp­ast hafa raskað svefni Styrmis Gunn­ars­son­ar, því fáa átti ég betri stuðnings­menn í því máli en hann sjálf­an, sem hvatti mig op­in­ber­lega, m.a. í greina­skrif­um í Morg­un­blaðinu, til að feta þá slóð sem leiddi mig að lok­um til að hafa frum­kvæði að því að Ísland viður­kenndi full­veldi Palestínu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert