Áhyggjur af stöðu geðheilbrigðisþjónustu

Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri Skapti Hallgrímsson

Stjórn Barna­geðlækna­fé­lags Íslands skor­ar á stjórn Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri að leysa úr þeim vanda sem kom­inn er upp í mál­efn­um barna og ung­linga sem eiga við geðræn vanda­mál að stríða en eini barna­geðlækn­ir­inn á Norður- og Aust­ur­landi sagði upp fyr­ir sjö vik­um síðan.

Seg­ir í yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar að al­mennt sé þjón­usta við börn með geðræn­an vanda af alltof skorn­um skammti á land­inu. Þjón­usta geðlækn­is við þenn­an mála­flokk verði enn verri og gerð óaðgengi­legri fyr­ir ákveðin landsvæði. 

Gróa B. Jó­hann­es­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri lyflækn­inga­sviðs á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri, seg­ir að allt sé gert sem sé í þeirra valdi til að leysa mál­efni þessa sjúk­linga­hóps. „Hins veg­ar eru úrræðin fá ef að ekki fást lækn­ar sem vilja starfa í þeirri liðsheild sem hér er.“ Málið strandi á því.

Gróa seg­ir að sem bráðabirgðalausn liggi fyr­ir verklag um end­ur­nýj­un lyfja. For­eldr­ar geti því snúið sér til heilsu­gæsl­unn­ar og lækna­rit­ara barna­deild­ar til þess að end­ur­nýja lyf barna sinna. 

Yf­ir­lýs­ing stjórn­ar Barna­geðlækna­fé­lags Íslands í heild sinni:

Stjórn Barna­geðlækna­fé­lags Íslands lýs­ir yfir áhyggj­um af stöðu og þróun geðheil­brigðisþjón­ustu fyr­ir börn og ung­linga á Ak­ur­eyri ásamt Norður- og Aust­ur­landi.

Und­an­far­in ár hef­ur sér­hæfð og þverfag­leg þjón­usta verið byggð upp á Ak­ur­eyri fyr­ir börn og ung­linga sem búa á Norður- og Aust­ur­landi og glíma við þroskafrávik eða geðræna erfiðleika.

Nú hef­ur eini barna- og ung­linga­geðlækn­ir­inn á norður­landi sagt upp störf­um sín­um á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri. Landsvæðið hef­ur því verið án barna­geðlækn­is í sjö vik­ur og ekk­ert er að ger­ast í þess­um mál­um. 

Al­mennt er þjón­usta við börn með geðræn­an vanda af alltof skorn­um skammti á land­inu og oft­ast er löng bið eft­ir henni. Nú verður geðlækn­isþjón­usta við þenn­an mála­flokk enn verri og gerð óaðgengi­legri fyr­ir ákveðin landsvæði.

Stjórn Barna­geðlækna­fé­lags Íslands skor­ar því á stjórn Sjúkra­hús­ins á Ak­ur­eyri að leysa þenn­an vanda eins fljótt og unnt er.


Reykja­vík, 16. maí 2013 

Fyr­ir hönd stjórn­ar,

Bertrand Lauth, formaður

Guðrún B. Guðmunds­dótt­ir, rit­ari

Dag­björg Sig­urðardótt­ir, gjald­keri

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert