Regnbogafána flaggað víða

IDA­HO-dag­ur­inn, alþjóðleg­ur bar­áttu­dag­ur gegn hómó-, bi- og trans­fób­íu er í dag. Dag­ur­inn hef­ur verið hald­inn 17. maí ár hvert síðan árið 2005, en þann dag árið 1990 var sam­kyn­hneigð tek­in út af sjúk­dómal­ista Alþjóða heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar.

 Í til­efni 35 ára af­mæl­is Sam­tak­anna ’78 hvatti fé­lagið sveit­ar­fé­lög, skóla og aðrar op­in­ber­ar stofn­an­ir til að flagga regn­boga­fána í dag til stuðnings við hinseg­in fólk og ekki stóð á viðtök­un­um. Í dag má sjá regn­boga­fán­ann blakta við hún vítt og breitt um landið, m.a. við tón­list­ar- og ráðstefnu­húsið Hörpu í Reykja­vík en það var Katrín Jak­obs­dótt­ir, ráðherra mennta-, menn­ing­ar – og jafn­rétt­is­mála sem dró fán­ann að húni þar á ell­efta tím­an­um í morg­un, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Sam­tök­un­um '78.

„Fælni, hræðsla og for­dóm­ar í garð sam­kyn­hneigðra, tví­kyn­hneigðra og trans­fólks er enn í dag raun­veru­legt vanda­mál bæði hér­lend­is og er­lend­is. Þó að Íslandi hafi náð langt hvað laga­leg rétt­indi varðar er enn margt sem bet­ur má fara. Skemmst er að minn­ast ný­legr­ar rann­sókn­ar sem leiddi í ljós aukna hættu á sjálfs­víg­um meðal sam­kyn­hneigðra ung­linga miðað við gagn­kyn­hneigða jafn­aldra þeirra.

Víða er­lend­is er staðan enn verri, hinseg­in fólki er út­skúfað og dauðarefs­ing­um enn beitt,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert