Ketti bjargað af húsþaki

Slökkviliðið í Reykjavík tókst á við það vandasama verkefni að bjarga ketti ofan af húsþaki fimm hæða blokkar við Álfheima móts við Glæsibæ. Ekki fylgdi hvernig kötturinn kom sér upp á húsþakið.

Aðspurður sagði slökkviliðsmaður að slökkviliðið hefði ekki oft þurft að bjarga köttum úr trjám eða ofan af húsþökum. Íbúar í nágrenninu voru orðnir uggandi um velferð kattarins og óskuðu eftir aðstoð slökkviliðs við að bjarga kettinum.

Engan sakaði við björgunina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert