„Mögulegt að velja hvort tveggja“

Norden.org

„Eins og sak­ir standa virðist inn­ganga í Evr­ópu­sam­bandið ekki vera for­gangs­mál á Íslandi. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn legg­ur áherslu á að halda í full­veldi eyrík­is­ins eins og nafn hans gef­ur til kynna. Ef Ísland ákveður að hverfa frá viðræðum um inn­göngu í sam­bandið verður landið alls ekki ein­angrað þrátt fyr­ir land­fræðilega staðsetn­ingu sína. Það er aðili að Evr­ópska efna­hags­svæðinu og Fríversl­un­ar­sam­tök­um Evr­ópu og varð ný­verið fyrsta Evr­ópu­ríkið til þess að und­ir­rita fríversl­un­ar­samn­ing við Kína.“

Þetta seg­ir Anna Sonny, starf­andi verk­efna­stjóri Evr­ópu­mála hjá bresku hug­veit­unni Ci­vitas, í pistli á heimasíðu hug­veit­unn­ar. Þar ræðir hún um ný­af­staðnar þing­kosn­ing­ar hér á landi og bend­ir á að á sama tíma og mögu­leg inn­ganga í Evr­ópu­sam­bandið hafi stuðlað að því að koma á eðli­leg­um sam­skipt­um á milli Serbíu og Kosovo sé mál­um öðru­vísi farið hinu meg­in í Evr­ópu. Íslend­ing­ar hafi kosið rík­is­stjórn sem hafi efa­semd­ir um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og vilji standa vörð um sjálf­stæði Íslands.

„Á sama tíma og spurn­ing­unni um sjálf­stæði Bret­lands frá Evr­ópu­sam­band­inu er gjarn­an lýst sem pend­úli sem sveifl­ist á milli þeirra að því er virðist ósam­rýman­legu val­kosta að eiga í viðskipt­um við sam­bandið og viðskipt­um við af­gang­inn af heim­in­um hef­ur Ísland sýnt fram á að það er mögu­legt að velja hvort tveggja,“ seg­ir hún.

Sonny seg­ir kosn­ing­arn­ar hér á landi enn­frem­ur áhuga­verðar í ljósi þess hvernig kjós­end­ur í Evr­ópu hafi varið at­kvæðum sín­um að und­an­far­in miss­eri. Óánægja á meðal al­menn­ings, og þá einkum vegna efna­hagserfiðleik­anna, geri það að verk­um að eft­ir­spurn sé á meðal kjós­enda eft­ir skamm­tíma­lausn­um sem rétt­læti efna­hags­leg­ar fórn­ir þeirra. Póli­tíska lands­lagið frá hægri til vinstri virðist þannig í dag snú­ast um það efna­hags­lega ástand sem til staðar er í viðkom­andi landi.

Pist­ill­inn á heimasíðu Ci­vitas

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert