Sagt upp eftir 25 ára starf

Lára Hanna Einarsdóttir.
Lára Hanna Einarsdóttir.

Láru Hönnu Ein­ars­dótt­ur þýðanda var ný­verið sagt upp hjá Stöð 2 eft­ir 25 ára starf með 20 daga fyr­ir­vara. Upp­sögn­in barst með tölvu­pósti. Á sama tíma var Lára Hanna að ljúka erfiðri geislameðferð en hún greind­ist með krabba­mein í des­em­ber. Þetta kem­ur fram í pistli sem Lára Hanna rit­ar á Eyj­una.

„Í des­em­ber gerðist það, að ég greind­ist með brjóstakrabba­mein. Ég fór í aðgerð í janú­ar og hóf geislameðferð sem lauk síðasta vetr­ar­dag. Geislameðferðin reynd­ist mér erfið, ég ör­magnaðist – senni­lega líka vegna spennu­falls – auk þess sem ég brann nokkuð illa,“ skrif­ar Lára Hanna.

Í apríl, þegar hún var á fullu í geislameðferðinni, var stofnuð ný deild hjá 365 miðlum – eða svið eins og það er kallað – fjar­skipta- og tækni­svið. Hún seg­ir að yfir það svið hafi verið sett­ur maður sem hófst handa við að segja upp reynd­um starfs­mönn­um og ráða hóp fólks sem ekki hef­ur reynslu af þýðing­um fyr­ir sjón­varp.

„Þegar ég var sem viðkvæm­ust eft­ir erfiða geislameðferð og það and­lega álag sem fylg­ir því að fá krabba­mein fékk ég upp­sagn­ar­bréf – í tölvu­pósti. Ég hafði gert mér far um að vinna eins og kraft­ar leyfðu því ég hef eng­ar sjúkra­trygg­ing­ar, er ekki í stétt­ar­fé­lagi og gat ekki verið tekju­laus. Tölvu­póst­inn fékk ég 10. maí og ég fæ eng­in verk­efni frá og með 1. júní. Eft­ir rúm­lega 25 ára störf fékk ég 20 daga til að átta mig á að ég væri at­vinnu­laus. Það eru liðnir níu dag­ar og ég er ennþá í losti.

Ég lýsi eft­ir orði yfir það, að segja upp verk­samn­ingi við 57 ára gaml­an starfs­mann eft­ir 25 ára starf með 20 daga fyr­ir­vara – með ein­um tölvu­pósti. Mér finnst siðleysi ekki ná yfir það,“ skrif­ar Lára Hanna í pistl­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert