Skíðar og spilar golf á 97. aldursári

Stefán Þorleifsson á skíðum
Stefán Þorleifsson á skíðum Af vef Norðfirðingafélagsins

Þrátt fyrir háan aldur er Stefán Þorleifsson, íbúi á Neskaupstað, langt því frá hættur að njóta lífsins. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hann renna sér fimlega niður brekkur Oddsskarðs.

„Þetta hefur eiginlega snúist við. Hann elti mig og passaði þegar ég var lítil, en núna elti ég hann og passa upp á hann á skíðunum,“ segir Vilhelmína Smáradóttir, barnabarn Stefáns, en hún tók upp myndbandið af Stefáni á skíðum.

Ágætis kennslumyndband fyrir byrjendur

„Hann er mjög duglegur að skíða. Við þurfum fyrst og fremst að huga að birtuskilyrðum, en við skíðuðum annan hvern dag í páskafríinu algjörlega. Hann er alveg rosalegur. Svo núna er hann farinn að spila golf, það tímabil ársins er bara tekið við,“ segir Vilhelmína. „Hann vaknar á morgnana, gerir sínar æfingar, fer í sund og fer til ömmu á hjúkrunarheimili og svo fer hann annaðhvort á skíði eða í golf. Hann hefur alltaf verið mikill íþróttamaður,“ segir Vilhelmína.

„Ég tók myndbandið á lítinn ódýran Sony Ericsson síma. Þegar hann sá það sagði hann við mig hlæjandi „ja, þetta, þetta er bara ágætis kennslumyndband fyrir byrjendur“. Hann er og hefur alltaf verið mikill húmoristi,“ segir Vilhelmína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka