Éljagangur og næturfrost framundan

Kuldalegt er um að litast á samkvæmt hitaspá Veðurstofunnar á …
Kuldalegt er um að litast á samkvæmt hitaspá Veðurstofunnar á miðvikudag.

Á morgun og á miðvikudag mega íbúar á Norðurlandi búa sig undir éljagang miðað við veðurspá. Nokkur kuldi er í kortunum næstu tvo daga og víða má búast við næturfrosti á  aðfaranótt miðvikudags. Sumarhitinn ætlar því enn að láta bíða eftir sér.

„Það mun heldur kólna í nótt og og á morgun, snjóél verða fyrir norðan og þetta mun standa mest yfir á miðvikudeginum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Hann segir að svo geti farið að hlýna á fimmtudag og veðurspár gera ráð fyrir hlýrra lofti um næstu helgi. „Það verður hins vegar tiltölulega hlýtt á laugardaginn næsta. En það er kröpp og djúp lægð að koma á sunnudeginum með tilheyrandi rigningu og vindi og gleðin því tiltölulega skammvinn,“ segir Þorsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert