Flokksráðið fundar annað kvöld

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson. mbl.is/Árni Sæberg

Boðað hefur verið til fundar í flokksráði Sjálfstæðisflokksins annað kvöld klukkan 20.30 vegna viðræðnanna um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem flokkurinn hefur átt í við Framsóknarflokkinn að undanförnu. Fyrir fundinn verður lögð tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn en samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins þarf að bera væntanlega stjórnarþátttöku undir flokksráðið.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, segir aðspurður í samtali við mbl.is að formenn flokkanna leggi nú lokahönd á stjórnarsáttmálann en þeir hafa fundað í Alþingishúsinu í dag. Hann segir að ekki hafi verið boðað til miðstjórnarfundar hjá Framsóknarflokknum en það verði gert fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka