Spyr um breytta stöðu á Íslandi

AFP

Hvernig bæri að haga sam­skipt­um Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins í framtíðinni ef Íslend­inga hafna inn­göngu í sam­bandið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu eða ef tek­in verður ákvörðun af hálfu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar lands­ins um að hætta al­farið aðild­ar­viðræðunum?

Þannig spyr aust­ur­ríski Evr­ópuþingmaður­inn Ang­elika Wert­hmann í skrif­legri fyr­ir­spurn sem lögð var fyr­ir fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins 30. apríl síðastliðinn. Hún spyr enn­frem­ur að því hvert mat fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar sé á stöðu stjórn­mála á Íslandi í ljósi þess að ný miðju­hægri­stjórn sé að taka við völd­um og „þróun Evr­ópu­mála“ í land­inu.

Wert­hmann vek­ur máls á því í fyr­ir­spurn­inni að ekki sé víst að stefna nýrr­ar rík­is­stjórn­ar verði já­kvæð í garð Evr­ópu­sam­bands­ins. Hún vitn­ar í nýja stöðuskýrslu sam­bands­ins vegna viðræðnanna við Ísland þar sem segi að góður ár­ang­ur hafi náðst í þeim. Hins veg­ar virðist vera lít­ill stuðning­ur á meðal al­menn­ings á Íslandi við það að ganga í Evr­ópu­sam­bandið.

Spurð að því hvort hún hafi fengið svar við fyr­ir­spurn sinni seg­ir Wert­hmann í sam­tali við mbl.is að það hafi ekki borist en fram­kvæmda­stjórn­in hafi allt að einn og hálf­an mánuð til þess að svara slík­um fyr­ir­spurn­um. „Þannig að ég er hrædd um að við þurf­um enn að bíða ein­hvern tíma.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert