Tíðinda er að vænta innan skamms

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson munu halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson munu halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum í dag. Ljósmynd/Svanhildur Hólm

For­menn Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæðis­flokks­ins funduðu um stjórn­ar­mynd­un um helg­ina og munu áfram funda í dag. Tíðinda er að vænta inn­an skamms, þó lík­lega ekki í dag. Þing­flokk­ar flokk­anna hafa ekki verið boðaðir á fund í dag, en vinna við stjórn­arsátt­mála er langt kom­in.

Þetta seg­ir Jó­hann­es Þór Skúla­son, aðstoðarmaður Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

„Þeir [Sig­mund­ur Davíð og Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins] munu hitt­ast síðar í dag, lík­lega upp úr há­degi og vænt­an­lega inn­an bæj­ar­mark­anna,“ sagði Jó­hann­es og gat ekki gefið upp staðsetn­ingu fund­ar­ins. „Það er verið að reyna að berja þetta sam­an.“

„Þetta er smám sam­an að ger­ast, eins og geng­ur og ger­ist. Menn hafa verið að fara yfir mál­efn­in og ræða mál­efna­skipt­ing­una. Þetta er allt í ágæt­um gír,“ seg­ir Jó­hann­es og seg­ir ekki fleiri hafa verið við fund­ar­borðið um helg­ina en for­menn­ina tvo og aðstoðar­menn þeirra.

Hann seg­ir tíðinda að vænta fljót­lega. Verður það í dag? „Nei, lík­lega ekki, en fljót­lega eft­ir þessa löngu helgi. En það er ekk­ert hægt að gefa út um hvenær staðan verður gerð op­in­ber fyrr en flokks­stjórn­ar- og miðstjórn­ar­fund­ir hafa verið boðaðir og það er ekki búið að taka ákvörðun um tíma­setn­ingu á þeim. “

Spurður um hvort ráðherralisti liggi fyr­ir seg­ir Jó­hann­es ekki hægt að greina frá því. „Menn hafa mest verið í þess­um praktísku mál­um, eins og t.d. hvað varðar mál­efna­skipt­ing­una á milli flokka og hvernig ráðuneyt­in verða sett upp.“

Get­urðu staðfest að Sig­mund­ur Davíð verði for­sæt­is­ráðherra, eins og komið hef­ur fram í fjöl­miðlum? „Nei, það get ég ekki staðfest,“ seg­ir Jó­hann­es.

Frétt mbl.is: Ný stjórn tek­ur á sig mynd

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert