Forsetinn hreifst af Sigmundi

Quest ræðir við Ólaf Ragnar.
Quest ræðir við Ólaf Ragnar. Mynd/London Business School

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, fól Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, að mynda rík­is­stjórn vegna at­hygl­is­verðra hug­mynda hans um bar­áttu gegn vog­un­ar­sjóðum í þágu heim­il­anna. Þetta upp­lýsti for­set­inn á málþingi í Lund­ún­um í dag.

For­set­inn sat fyr­ir svör­um á fjöl­sóttu málþingi banda­rísku sjón­varps­stöðvar­inn­ar CNN og London Bus­iness School, eins helsta viðskipta­há­skóla heims, í Lund­ún­um.

„Ég valdi leiðtoga Fram­sókn­ar­flokks­ins en hann lagði í kosn­inga­bar­átt­unni sinni mesta áherslu á að tak­ast á við hús­næðis­skuld­ir heim­il­anna og beita þá vog­un­ar­sjóði, eða hvað sem þú vilt kalla þá, þrýst­ingi svo þeir næðu ekki fram þeim gríðarlega hagnaði sem þeir hugðust ná fram á ís­lensku bankakrepp­unni. Það var mjög at­hygl­is­verður lýðræðis­leg­ur sig­ur og þess vegna veitti ég hon­um umboð til að leiða næstu rík­is­stjórn og ég held að hon­um sé að tak­ast það,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar í laus­legri þýðingu í sam­tali við Rich­ard Qu­est, blaðamann CNN.

Ólaf­ur Ragn­ar skaut föst­um skot­um að Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands og leiðtoga Verka­manna­flokks­ins 2007-2010.

Brown hefði í Ices­a­ve-deil­unni beitt Íslend­inga „marg­brotn­ustu fjár­kúg­un­ar­leiðinni sem hann hefði orðið vitni að á hæstu valdaþrep­um á síðari tím­um“ [e. most ela­borate high level fin­ancial blackmail I have ever wit­n­essed in recent history] “ í gegn­um Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn.

Fór þá kliður um sal­inn. 

Bret­ar hótuðu að stöðva sam­starf Íslands og AGS

Rifjaði Ólaf­ur Ragn­ar upp að Bret­ar hefðu stillt mál­inu þannig upp að ef ís­lensk­ur al­menn­ing­ur borgaði ekki Ices­a­ve-skuld­ina myndi sam­starfið við AGS vera stöðvað. Sú afstaða Browns hefði verið efna­hags­lega og lýðræðis­lega röng og jafn­framt laga­lega röng, líkt og dóm­ur EFTA-dóm­stóls­ins í janú­ar vitnaði um. Það hefði engu að síður verið afstaða sem all­ar rík­is­stjórn­ir í ESB studdu á þeim tíma.

Evr­ópsk­ir stjórn­mála­menn ættu að velta þessu fyr­ir sér í bar­átt­unni við evrukrepp­una.

For­set­inn sagðist hafa verið meira en reiður í garð Browns og rifjaði upp beit­ingu bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar á hryðju­verka­lög­um gegn Íslend­ing­um. Það hefði valdið ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um mikl­um skaða.

AGS lærði meira af Íslandi en öf­ugt

For­set­inn fór yfir vítt svið í umræðu um efna­hags­hrunið á Íslandi og sagði meðal ann­ars að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn, AGS, hefði lík­lega lært meira af sam­starf­inu við Íslend­inga en öf­ugt, og vísaði þar til áherslu frá­far­andi rík­is­stjórn­ar á að vernda kjör þeirra sem lak­ast standa.

Aðspurður um þá ákvörðun ís­lenskra stjórn­valda að láta Kaupþing, Lands­bank­ann og Glitni fara í þrot haustið 2008 minnti Ólaf­ur Ragn­ar á að um 80% af starf­semi bank­anna hefði verið er­lend­is.

Írar hefðu átt að gera eins og Íslend­ing­ar

Sú ákvörðun hefði gengið gegn al­menn­um viðhorf­um á þeim tíma. Írar hefðu farið gagn­stæða leið. Spurð Qu­est þá hvort Írar hefðu í þessu efni átt að gera eins og Íslend­ing­ar.

„Ég satt að segja skil ekki hvers vegna bank­ar eru álitn­ir hinar heil­ögu kirkj­ur [e. holy churches] nú­tíma hag­kerf­is og hvers vegna einka­bank­ar geta ekki farið í þrot, líkt og venju­leg fyr­ir­tæki,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar. 

„En við meðhöndl­um þá eins og þeir séu á ein­hvern hátt fyr­ir­bæri sem njóti for­rétt­inda í hag­kerf­um okk­ar.“

Qu­est spurði hvort að það myndi ekki leiða til dómínóá­hrifa í evr­ópsku banka­kerfi ef gjaldþrota­leið Íslend­inga yrði far­in þar. „Sú er kenn­ing­in en hún hef­ur ekki verið sönnuð,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar þá. 

Klöppuðu þá nokkr­ir í saln­um.

Ólaf­ur Ragn­ar rifjaði því næst upp að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar hefðu notið stuðnings ESB-ríkj­anna í Ices­a­ve-deil­unni. Þar hefði þeim rök­um verið teflt fram að ef ís­lenska ríkið tæki ekki á sig skuld­bind­ing­ar einka­banka myndi banka­kerfið allt hrynja.

„Ég fellst ekki á þau rök,“ sagði for­set­inn sem taldi að þótt Ísland væri lítið ríki væri það engu að síður með nú­tíma­legt hag­kerfi sem væri sam­bæri­legt við evr­ópsk hag­kerfi. Evr­ópa gæti því horft til reynslu Íslend­inga.

Sam­ræður þeirra Ólafs Ragn­ars má sjá sér en til þess þarf að gefa upp net­fang og nafn. Smella þarf á „webcast“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert