„Brýnasta verkefni nýs ráðherra atvinnumála verður skipulag ferðamála á Íslandi. Þar er ögurstund um þessar mundir - ágengni, gjaldtaka, umferð um hálendi og umhverfismál í heild eru dæmi um verkefni sem ekki geta beðið.“
Þetta segir Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni í dag. „Þessi mál verða að vera í lagi 2014 - við höfum ekki lengri tíma áður en stórslys verða. Annars æðir þetta áfram stjórnlaust. Ráðherrann verður að vera tilbúinn að taka skynsamlegar en kannski óvinsælar ákvarðanir - þar sem hann horfir á hagsmuni greinarinnar til lengri tíma. Fyrsta mál á dagskrá.“