Stækkar griðasvæði hvala í Faxaflóa

Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi atvinnuvegaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi atvinnuvegaráðherra, hefur gefið út reglugerð um stækkun griðasvæðis hvala í Faxaflóa sem miðist við Garðskagavita og beina línu að Skógarnesi á Snæfellsnesi. Reglugerðin tekur gildi á miðnætti.

Fram kemur í tilkynningu á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um setningu reglugerðarinnar í dag að ákvörðun ráðherrans gangi skemur en tillaga meirihluta nefndar sem fjallað hafi um stefnumörkun í hvalveiðimálum. Meirihlutinn hafi viljað að miðað væri við beina línu frá Garðskagavita að Arnarstapa.

Við ákvörðun um afmörkun griðasvæðisins í Faxaflóa hafði ráðherra að leiðarljósi hagsmuni hvalaskoðunar- og hvalveiðifyrirtækja og jafnframt var stuðst við tillögur meirihluta nefndarinnar,“ segir á heimasíðunni. Hins vegar hafi verið ákveðið að griðasvæði hvala á Skjálfandaflóa verði óbreytt.

Frétt atvinnuvegaráðuneytisins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert