Ekki er ástæða til að breyta frá fyrri ákvörðunum um verkframkvæmdir við nýjan Álftanesveg. Þetta er sameiginleg niðurstaða bæjarstjórnar Garðabæjar og Vegagerðarinnar í greinargerð sem lögð var fram á fundi bæjarráðs í gær.
Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að greinargerðin var unnin fyrir innanríkisráðherra en hann hafði sent bænum bréf þann 22. apríl þar sem hann óskaði eftir því að Vegagerðin og bærinn færu sameiginlega yfir forsendur vegarins að nýju og könnuðu hvort unnt væri að vinna að samgöngubótum í meiri sátt við málsvara náttúruverndar.
„Þetta er bara sorglegt en við erum ekki hætt,“ segir Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina sem hafa barist gegn því að nýr Álftanesvegur verið lagður um Gálgahraun, um niðurstöðu Garðabæjar og Vegagerðarinnar.