Ekki gerst áður á lýðveldistímanum

mbl.is/Hjörtur

„Þetta verður eina rík­is­stjórn­in á lýðveld­is­tím­an­um þar sem eng­inn hef­ur áður gegnt ráðherra­embætti,“ seg­ir Guðni Th. Jó­hann­es­son, sagn­fræðing­ur, í sam­tali við mbl.is og vís­ar þar til nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins sem tek­ur form­lega við völd­um á morg­un. Sam­tals sitja níu ráðherr­ar í nýrri rík­is­stjórn og þar af fimm frá Sjálf­stæðis­flokkn­um og fjór­ir frá Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Ein­ung­is tveir þing­menn beggja flokka hafa áður gegnt ráðherra­embætt­um. Þeir Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sem var sjáv­ar­út­vegs­ráðherra 2005-2007 og einnig land­búnaðarráðherra 2007 og síðan sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra 2008-2009, og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sem var heil­brigðis- og trygg­inga­málaráðherra 2007-2008 og heil­brigðisráðherra 2008-2009.

Hvor­ug­ur þeirra verður í nýrri rík­is­stjórn en þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins hyggst hins veg­ar til­nefna Ein­ar í embætti for­seta Alþing­is.

Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur.
Guðni Th. Jó­hann­es­son, sagn­fræðing­ur. mbl.is/​Ein­ar Falur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert