Á Vestfjörðum eru hálkublettir á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.
Hálkublettir eru á Siglufjarðarvegi en snjóþekja er á Víkurskarði, unnið er að hreinsun. Einhver hálka eða snjóþekja er annars víða á Norðausturlandi og þungfært er á Dettifossvegi, segir í upplýsingum Vegagerðarinnar.
Um austanvert landið er þæfingsfærð á Möðrudalsöræfum og í Jökuldal en unnið er að mokstri. Snjóþekja er svo á Vopnafjarðarheiði og Fagradal en hálka á Fjarðarheiði.
Aðrar helstu leiðir á landinu eru greiðfærar.
Vakin er athygli á að nú er allur akstur bannaður á flestum hálendisleiðum vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Vegagerðarinnar eða í síma 1777.