Heimilin finna breytingar í sumar

00:00
00:00

„Ég veit nú ekki hvort það er al­veg nógu þjált nafn, en það má svo sem al­veg nota það,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son verðandi for­sæt­is­ráðherra aðspurður hvort þeir Bjarni Bene­dikts­son von­ist til þess að rík­is­stjórn þeirra verði kölluð Laug­ar­vatns­stjórn­in.

„Við skul­um von­andi bara ná þeim ár­angri að þetta verði rík­is­stjórn heim­il­anna, fjöl­skyld­u­stjórn­in,“ bætti Sig­mund­ur Davíð við.

Leiðrétt­inga­sjóður stofnaður ef þörf kref­ur

Hann er ánægður með þá sátt sem verðandi rík­is­stjórn­ar­flokk­ar náðu um skulda­mál heim­il­anna. Stefna Fram­sókn­ar muni kom­ast til fram­kvæmda „Sem bet­ur fer var hægt að ná sam­an um leið sem bæði upp­fyll­ir það sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæðiflokk­ur­inn boðuðu í kosn­inga­bar­átt­unni varðandi heim­il­in. Hvað okk­ur varðar er auðvitað þessi al­menna leiðrétt­ing grunda­vall­ar­atriði.“

Rík­is­stjórn­in ger­ir að sögn Sig­munds ráð fyr­ir að nýta það fjár­magn sem svig­rúm skap­ast fyr­ir með upp­gjöri við þrota­bú bank­anna. „En það má segja að við bæt­um því við að ef það allt tek­ur óhóf­leg­an tíma þá sé hægt að stofna sér­stak­an leiðrétt­ing­ar­sjóð til þess að ná þessu mark­miði hraðar.“

Hvenær get­um við bú­ist við að sjá ár­ang­ur af þessu starfi? Hvenær verða skuld­ir heim­il­anna leiðrétt­ar?

„Heim­il­in munu vænt­an­lega strax finna mun vegna hinna ýmsu breyt­inga sem verða inn­leidd­ar og ein­hverj­ar þeirra koma til fram­kvæmda strax á sum­arþing­inu. En eðli máls­ins sam­kvæmt, eins og var ít­ar­lega fjallað um í kosn­inga­bar­átt­unni, þá tek­ur skulda­leiðrétt­ing­in sjálf, hin al­menna leiðrétt­ing, ein­hvern tíma. Það er rétt að skoða hversu hratt þetta geng­ur fyr­ir sig varðandi upp­gjör bank­anna en ég ít­reka það þá að ef það lít­ur út fyr­ir að það taki óhóf­lega lang­an tíma þá hafa menn aðrar leiðir.“

Hvers vegna veljið þið að kynna stjórn­arsátt­mál­ann á Laug­ar­vatni, er ein­hver andi sem hér svíf­ur yfir vötn­um sem þið viljið að verði upp­legg þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar?

„Já það má al­veg segja það, ef það á að tala um ein­hvern anda eða yf­ir­bragð þessa stjórn­arsátt­mála þá má segja að hann sé á marg­an hátt í ætt við hug­sjón­ir og mark­mið ung­menna­fé­lags­hreyf­ing­ar­inn­ar. Sú hreyf­ing á auðvitað sterk­ar ræt­ur hér, en hér er líka mennt­un, æsku­lýðsstarf, ferðaþjón­usta land­búnaður og auðlind­ir í iðrum jarðar, mjög margt sem er hægt að tengja við þenn­an stjórn­arsátt­mála. Þannig að þetta hef­ur tákn­ræna þýðingu á marg­an hátt

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins við Héraðsskólann á Laugarvatni í …
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins við Héraðsskól­ann á Laug­ar­vatni í dag. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert