Lögreglan stöðvaði bifreið Sigmundar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á hlaupum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á hlaupum. mbl.is/Golli

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og aðstoðarmaður hans voru stöðvaðir vegna hraðaksturs í Mosfellsdal á leið frá Laugarvatni. Þetta kemur fram í frétt á vef Viðskiptablaðsins.

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið þeirra Sigmundar Davíðs og Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmann hans, í Mosfellsdalnum um klukkan tvö í dag. Þeir voru á leið til höfuðborgarinnar frá Laugarvatni þar sem Sigmundur Davíð hafði ásamt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, kynnt og undirritað stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar fyrr í dag, segir í frétt VB.is.

Jóhannes Þór sat undir stýri. Eins og venja er þurfti Jóhannes að fara yfir í lögreglubifreiðina og svara þar fyrir aksturslagið.

Lesa frétt Viðskiptablaðsins í heild hér.

Jóhannes setti inn færslu á samskiptavefinn Facebook þar sem hann þakkar lögreglu góð störf og segist hafa verið stressaður þar sem hann var að verða of seinn á fund. Hann fékk tiltal frá lögreglu og sekt fyrir að aka á 106 km hraða á klukkustund. Í Mosfellsdal, þar sem Jóhannes var stöðvaður, er hámarkshraði 90 km/klst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka