Nýr stjórnarsáttmáli undirritaður

Formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks undirrita stjórnarsáttmálann á Laugarvatni.
Formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks undirrita stjórnarsáttmálann á Laugarvatni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hafa und­ir­ritað stjórn­arsátt­mála flokk­anna í hús­næði gamla Héraðsskól­ans á Laug­ar­vatni.

Ný rík­is­stjórn þess­ara flokka, und­ir for­sæti Fram­sókn­ar­flokks­ins, mun taka við á morg­un 23. maí á rík­is­ráðsfundi á Bessa­stöðum.

Starfar í anda ung­menna­hreyf­ing­ar­inn­ar

Í máli Sig­mund­ar Davíðs kom fram að rík­is­stjórn­in muni starfa í anda ung­menna­hreyf­ing­ar­inn­ar með rækt­un lýðs og lands að leiðarljósi. Hann sagðist ákaf­lega sátt­ur við sam­komu­lag stjórn­ar­flokk­anna í mál­efn­um heim­il­anna. Eins varðandi ákvæði um efna­hags- og skatta­mál þar sem skatt­kerfið verði hvetj­andi fyr­ir at­vinnu­upp­bygg­ingu í land­inu.

Ný rík­is­stjórn legg­ur höfuðáherslu á ný­sköp­un og land­búnað. Sig­mund­ur Davíð sagði gríðarleg tæki­færi á Norður­slóðum sem rík­is­stjórn­in leggi áherslu á og nefndi olíu- og gas­vinnslu í því sam­hengi.

Þá sagði hann um­hverf­is­mál fá sér­staka at­hygli í stjórn­arsátt­mál­an­um og áhersla sé lögð á að Ísland eigi að vera í far­ar­broddi í um­hverf­is­mál­um á heimsvísu.

Áhersla verður lögð á að halda öllu land­inu í byggð og nýta kosti þess alls.

Rétt for­gangs­röðun og sátt um lausn mik­il­vægra mála

Bjarni Bene­dikts­son sagðist afar ánægður með að flokk­arn­ir tveir hefðu náð sam­an og það hefði verið eðli­legt fram­hald eft­ir niður­stöður þing­kosn­ing­anna.

Hann sagði flokk­ana hafa lagt upp með það fyr­ir kosn­ing­ar að gera þyrfti breyt­ing­ar og að með sam­starf­inu nú væru menn komn­ir á rétta braut hvað þetta varðar. Mik­il­vægt væri að for­gangsraða rétt og ná sátt og sam­stöðu um lausn á mik­il­væg­ustu sam­fé­lags­verk­efn­un­um.

Hann sagði Ísland fullt af tæki­fær­um en að ef ekki væri rétta and­rúms­loftið í stjórn lands­ins til að nýta þessi tæki­færi myndi Ísland tapa sam­keppn­is­stöðu við aðrar þjóðir.

Hann sagðist vona að með þess­ari rík­is­stjórn myndi and­rúms­loft í sam­fé­lag­inu breyt­ast til batnaðar og póli­tískri óvissu yrði eytt. Að fólk sann­færðist um það að rík­is­stjórn­in væri að vinna með fólk­inu í land­inu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og verðandi forsætisráðherra við Héraðsskólann …
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og verðandi for­sæt­is­ráðherra við Héraðsskól­ann á Laug­ar­vatni í dag. mbl.is/​Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka