Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mætti á fund forseta Íslands á Bessastöðum kl. 9 þar sem Sigmundur Davíð mun greina Ólafi Ragnari Grímssyni frá myndun nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins.
Ólafur Ragnar fól Sigmundi umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar þann 30. apríl síðastliðinn.
Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti fyrrnefnda framsóknarmanna verður formlega kynnt í dag.
Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins funduðu í gærkvöldi og samþykktu ríkisstjórnarsamstarf flokkanna en stjórnarsáttmáli þeirra verður kynntur á Laugarvatni kl. 11.15 í dag.