Sjálfstæðisflokkurinn áfram stærstur

mbl.is/Styrmir Kári

Sjálfstæðiflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR. Flokkurinn mælist með 28,4% fylgi og bætir aðeins við sig fylgi frá kosningunum í síðasta mánuði þegar hann fékk 26,7%. Framsóknarflokkurinn er næststærsti flokkurinn og mælist nú með 19,9% en hlaut 24,4% í kosningunum.

Fylgi Samfylkingarinnar er 11,7% samkvæmt könnuninni en flokkurinn fékk 12,9% fylgi í þingkosningunum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð mælist með 12,1% en hlaut 10,9% í kosningunum. Björt framtíð er með 11,3% en fékk 8,2% í kosningunum. Píratar eru með 6,5% en hlutu 5,1% upp úr kjörkössunum.

Þá mælist Dögun með 3,8% fylgi, Lýðræðisvaktin með 1,6% fylgi og Hægri grænir með 1,4% fylgi. Flokkur heimilanna er með 1,2% fylgi, Regnboginn með 0,8% fylgi, Sturla Jónsson með 0,5% fylgi, Landsbyggðarflokkurinn með 0,5% og Alþýðufylkingin með 0,1% fylgi. Stuðningur við fráfarandi ríkisstjórnina mælist nú 31,5% en mældist 32,6% í síðustu könnun.

Skoðanakönnunin var gerð dagana 14. til 17. maí og var heildarfjöldi svarenda 1.011 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Nánar um könnunina

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert