Íslensk þjóðmenning verður í hávegum

Þess má geta að borðið sem þeir Sigmundur Davíð og …
Þess má geta að borðið sem þeir Sigmundur Davíð og Bjarni sátu við þegar þeir undirrituðu stjórnarsáttmálann var eitt sinn hluti af innbúinu á Alþingi. mbl.is/Eggert

Pönnu­kök­ur, vöffl­ur og soðbrauð. Þetta voru veit­ing­arn­ar sem Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son snæddu á meðan nýr stjórn­arsátt­máli mótaðist. Þegar hann var svo kynnt­ur í dag í gamla Héraðsskól­an­um á Laug­ar­vatni var boðið upp á hverar­úg­brauð sem bakað var í jörðu í nótt og sil­ung.

Miðað við þess­ar þjóðlegu veit­ing­ar þarf því kannski ekki að koma á óvart að í stefnu­yf­ir­lýs­ingu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks er sér­stak­lega vikið að ís­lenskri þjóðmenn­ingu.

Saga, minj­ar og tunga

„Íslensk þjóðmenn­ing verði í há­veg­um höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á mál­vernd, vernd sögu­legra minja og skrán­ingu Íslands­sög­unn­ar, auk rann­sókna og fræðslu,“ seg­ir í stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni.

Ekki er getið nán­ar með hvaða hætti stefnt er að frek­ari skrán­ingu Íslands­sög­unn­ar eða hvort þörf sé á skrán­ingu ákveðinna hluta Íslands­sög­unn­ar um­fram aðra á kjör­tíma­bil­inu.

„Rík­is­stjórn­in mun vinna að því að auka virðingu fyr­ir merkri sögu lands­ins, menn­ingu þess og tungu­mál­inu, inn­an­lands sem utan,“ seg­ir jafn­framt í stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni.

Í mennta- og menn­ing­arkafla stjórn­arsátt­mál­ans seg­ir enn frem­ur að standa þurfi vörð um ís­lenska tungu, efla rann­sókn­ir á þróun tungu­máls­ins og styrkja stöðu ís­lensks tákn­máls.

Sam­mála um þjóðkirkj­una en grein­ir á um Rúv

En hvað telst til ís­lenskr­ar þjóðmenn­ing­ar? Afstaða verðandi stjórn­ar­flokka til þess kem­ur að nokkru leyti fram í lands­fund­ar­samþykkt­um þeirra. Þar eru flokk­arn­ir raun­ar nokkuð sam­hljóma um helstu atriði.

Bæði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn geta t.d. þjóðkirkj­unn­ar í þessu sam­hengi. Í álykt­un­um flokksþings Fram­sókn­ar­flokks­ins 2013 seg­ir að styðja verði við starf þjóðkirkj­unn­ar um land allt „enda er ís­lensk þjóðmenn­ing sprott­in úr kristn­um jarðvegi“. Í álykt­un lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir að flokk­ur­inn telji að „krist­in gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr“ og að hlúa beri að kirkju og trú­ar­lífi.

Báðir flokk­ar geta þess einnig í stefnu sinni að mik­il­vægt sé að hvetja inn­flytj­end­ur til að læra ís­lensku og kynna sér sögu þjóðar­inn­ar. Flokk­arn­ir eru sam­mála um að hlúa að lista- og menn­ing­ar­lífi þjóðar­inn­ar og standa vörð um menn­ing­ar­stofn­an­ir. „Mik­il­vægt er að þjóðin sé ávallt vel upp­lýst um sögu sína og menn­ing­ar­arf, seg­ir í álykt­un lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Meðal rík­is­stjórn­ar­flokk­anna virðist þó ekki vera ein­hug­ur um miðlun þess­ar­ar menn­ing­ar, alltént ekki hvað Rúv varðar. Á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins var samþykkt álykt­un um að þörf sam­fé­lags­ins fyr­ir rík­is­fjöl­miðil verði end­ur­skil­greind og Rík­is­út­varpið ohf. lagt niður í nú­ver­andi mynd „ef ástæða þykir til“.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn samþykkti hins veg­ar álykt­un þar sem seg­ir að Rík­is­út­varpið gegni mik­il­vægu hlut­verki í ís­lensku sam­fé­lagi. „Á RÚV hvíl­ir rík, lýðræðis- og sam­fé­lags­leg skylda og því ber að þjóna öllu land­inu. Útvarps­gjaldið verður því að renna óskipt til Rúv.“

Þeir Bjarni og Sig­mund­ur geta ef­laust gert út um þenn­an ágrein­ing yfir grjóna­graut og lifr­ar­pylsu við tæki­færi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson gæddu sér á soðbrauði …
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son gæddu sér á soðbrauði þegar þeir ræddu mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í Alþing­is­hús­inu. mbl.is/​Krist­inn
Þegar Sigmundur Davíð og Bjarni funduðu í sumarbústað við Þingvallavatn …
Þegar Sig­mund­ur Davíð og Bjarni funduðu í sum­ar­bú­stað við Þing­valla­vatn voru sykraðar pönnu­kök­ur á borðum.
Víking bjór er vissulega íslenskur og þjóðlegur en Coca Cola …
Vík­ing bjór er vissu­lega ís­lensk­ur og þjóðleg­ur en Coca Cola síður.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka