„Það vantar allar útfærslur“

00:00
00:00

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, frá­far­andi at­vinnu­vegaráðherra, er lítt hrif­inn af stefnu­yf­ir­lýs­ingu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks. Að hans mati vant­ar margt í hana, enda hafi hún aðeins verið sett sam­an á ör­fá­um klukku­stund­um.

„Ég er gáttaður á að sjá að þarna er ekki minnst á rík­is­fjár­mál­in,“ sagði Stein­grím­ur við blaðamenn á Bessa­stöðum í dag, en þar hófst síðasti rík­is­ráðsfund­ur frá­far­andi rík­is­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar og VG.

Spurður út í um­hverf­is­mál­in í nýj­um stjórn­arsátt­mála, þá kveðst Stein­grím­ur vera mjög dap­ur yfir því að búið sé að geng­is­fella þau „og fara með okk­ur 30 ár aft­ur í tím­ann í þeim efn­um. Al­veg nógu dap­urt að sjá að við för­um til baka í jafn­rétt­is­mál­un­um, hvað varðar kynja­hlut­föll í rík­is­stjórn. Þetta er ekki nú­tíma­leg­ur blær á þess­um tveim­ur hlut­um,“ sagði hann.

Aðspurður seg­ir hann mjög óljóst hvernig mál­um verði háttað á Alþingi, þ.e. hvað varðar þátt stjórn­ar­and­stöðunn­ar. 

„Það er gríðarleg óvissa sem teng­ist því að stjórn er mynduð á svona óljós­um, al­mennt orðuðum for­send­um. Það vant­ar all­ar út­færsl­ur. Vant­ar allt um rík­is­fjár­mál og rík­is­fjár­mála­áætl­un til næstu ára. Það er það sem ég mun horfa mest á; hvernig tekst að halda við áætlan­ir í þeim efn­um. Það er býsna krefj­andi verk­efni, held ég, að standa við það að skila halla­laus­um fjár­lög­um á næsta ári. Það er mjög mik­il­vægt fyr­ir trú­verðug­leika lands­ins,“ sagði Stein­grím­ur við blaðamenn.

Hann bætti því jafn­framt við að hann óski nýju fólki góðs geng­is enda muni því ekki af veita.

Steingrímur J. Sigfússon á Bessastöðum í dag.
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son á Bessa­stöðum í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert