Eiginmaður fv. ráðherra ákærður

Dómsalur.
Dómsalur. mbl.is/RAX

Sérstakur saksóknari hefur ákært lögmanninn Pétur Þór Sigurðsson fyrir meiriháttar skattalagabrot. Samkvæmt ákæru skaut Pétur bæði undan skatti og lét undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald einkahlutafélagsins Lögfræðistofunnar rekstrarárin 2009 og 2010.

Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, og einnig að upphæðin nemi rúmum 18,8 milljónum króna. Þá segir að Pétur sé eiginmaður Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi þingmanns og ráðherra Framsóknarflokksins.

Málið var þingfest í dag og neitaði Pétur sök. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér skilorðsbundið fangelsi og 37,6 milljónir króna í sekt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert