„Ísland vill ekki um borð í Titanic“

Norden.org

„Þegar Ísland varð illa úti í alþjóðlegu fjár­málakrís­unni árið 2008 leituðu marg­ir eft­ir bjarg­vætti. Evr­ópu­sam­bandið var tekið í mis­grip­um fyr­ir bjarg­vætt og um­sókn um inn­göngu í sam­bandið send af stað,“ seg­ir Søren Sønd­erga­ard, Evr­ópuþingmaður fyr­ir dönsku sam­tök­in Fol­ke­be­væg­el­sen mod EU, vegna þeirr­ar ákvörðunar nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Íslands að setja á ís viðræðurn­ar um inn­göngu lands­ins í Evr­ópu­sam­bandið.

Sønd­erga­ard, sem sit­ur í nefnd Evr­ópuþings­ins sem held­ur utan um sam­skipti við Ísland, Nor­eg og Sviss, seg­ir enn­frem­ur í frétta­til­kynn­ingu á heimasíðu sam­tak­anna að efna­hagserfiðleik­arn­ir inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og einkum á evru­svæðinu haft mik­il áhrif á af­stöðu fólks á Íslandi. Á meðan hag­vöxt­ur minnki eða standi í besta falli í stað á evru­svæðinu hafi hann auk­ist á Íslandi. Og á meðan at­vinnu­leysi sé stjórn­laust í Evr­ópu­sam­band­inu og skapi óróa og fá­tækt hafi það minnkað mikið á Íslandi. Lík­ir hann sam­band­inu við farþega­skipið feiga Tit­anic en fyr­ir­sögn til­kynn­ing­ar­inn­ar er: „Ísland vill ekki um borð í Tit­anic“.

Hann seg­ir að ákvörðun Íslands sé al­var­leg of­anígjöf við Evr­ópu­sam­bandið sem hafi ekki aðeins orðið sí­fellt óvin­sælla á meðal íbúa þess held­ur hafi nú fengið slíka of­anígjöf frá ríki sem búi að langri lýðræðis­hefð. Það líti ekki vel út í fer­il­skrá sam­bands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka