Íslandsmet í ræðuhöldum - talaði í þrettán og hálfan tíma

Fyrirlesturinn hófst klukkan 9 í gærmorgun og stóð fram á …
Fyrirlesturinn hófst klukkan 9 í gærmorgun og stóð fram á kvöld. mbl.is/Rósa Braga

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og fyrrum dómari í spurningaþættinum Gettu betur, telur sig hafa slegið óformlegt Íslandsmet Jóhönnu Sigurðardóttur í ræðuhöldum í gær þegar hann lét móðan mása í þrettán klukkustundir og þrjátíu og tvær mínútur um teiknimyndahetjurnar Sval og Val, en þær fagna 75 ára afmæli um þessar mundir.

Jóhanna hélt tíu klukkustunda og átta mínútna langa ræðu til varnar félagslega húsnæðiskerfinu á Alþingi árið 1998. Hafði það met því staðið í rúm fimmtán ár, allt þar til Stefán lauk máli sínu seint í gærkvöldi í Friðarhúsi.

Framtak Stefáns var áberandi á samfélagsmiðlum um það leyti sem hann lauk máli sínu í gærkvöldi, enda gátu þeir sem heima sátu fylgst með í beinni útsendingu á netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert