„Búið að umturna öllu“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir upplýsingum í tengslum við innbrot og skemmdarverk aðfararnótt 23. maí. Þá voru framin eignaspjöll á útivistarsvæði við Hvaleyrarvatn. Skemmdir voru unnar á borðum, bekkjum, skiltum og fleiru. Einnig var brotist inn í skátaskála við Hvaleyrarvatn, fjölmargar rúður brotnar og miklar skemmdir unnar þar. Í skýrslu með málinu kemur fram:

„Innandyra var búið að umturna öllu. Búið var að velta borðum, velta og skemma ísskáp, hrinda örbylgjuofni ofan af borði, skemma hraðsuðuketil, eyðileggja kaffikönnu, eyðileggja brauðrist, kasta mjólkurfernu í gólfið, smyrja smjöri á innanstokksmuni og dreifa grænmeti um allan skálann. Einnig voru skemmdi í gólfi eftir að gangstéttarhellu hafi verið kastaði inn um glugga.“

Mikilvægt er að allir þeir sem búa yfir upplýsingum sem varða málið hafi samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem heldur gegnum einkaskilaboð gegnum Facebook-síðu LRH, skilaboð gegnum netfangið abending@lrh.is eða hringi í síma 444-1000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert