Köfunarslys í Silfru

Björgunarsveitin Ingunn var á sjötta tímanum í dag kölluð út vegna köfunarslyss í Silfru á Þingvöllum. Maðurinn var þar meðvitundarlítill en er farinn að anda. Hann verður fluttur á sjúkrahús í skyndi. 

Útkallið var á hæsta stigi en maðurinn var meðvitundarlítill á hólma úti í Gjánni. Ekki liggur fyrir hvernig slysið bar að né frekari upplýsingar um líðan kafarans.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert