Útlendingastofnun mun leigja farþegaflugvél til að flytja fimmtíu manna hóp Króata til síns heima sem leituðu hælis hér á landi. Fólkinu var synjað um hæli og er verið að birta þeim þá niðurstöðu þessa daganna. Eftir helgi stendur svo til að flytja fólkið aftur til heimalandsins, með leiguflugi.
Fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að kosta muni átta milljónir króna að leigja flugvél undir hælisleitendurna. Króatía verður hluti af Evrópusambandinu þann 1. júlí næstkomandi og getur fólkið þá snúið aftur til Íslands og sest hér að.